Körfubolti

Portúgal og Ísrael úr leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/FIBA
Mynd/FIBA

Í kvöld lauk keppni í milliriðli A á Evrópumótinu í körfubolta. Spánn, Rússland og Grikkland unnu sína leiki og eru allar þjóðirnar komnar áfram ásamt landsliði Króatíu.

Á morgun kemur í ljós hverjir mótherjarnir verða í úrslitakeppninni en þá verður lokaumferðin í hinum milliriðlinum. Átta liða úrslitin fara síðan fram á fimmtudag og föstudag.

Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Spán sem Ísrael 99-73 í dag. Evrópumótið fer einmitt fram á Spáni. Dimosthenis Ntikoudis skoraði sautján stig og tók níu fráköst fyrir Grikkland sem vann Portúgal 85-67.

Þá skoraði Andrei Kirilenko tuttugu stig og tók átta fráköst fyrir Rússland sem vann Króatíu 83-70. Bæði lið eru þó komin áfram í keppninni.

Úrslit kvöldsins

Króatía - Rússland 70-83

Grikkland - Portúgal 85-67

Spánn - Ísrael 99-73

Lokastaðan í milliriðli A

Spánn - 9 stig

Rússland - 9 stig

Grikkland - 8 stig

Króatía - 7 stig

Portúgal - 6 stig

Ísrael - 6 stig

Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×