Erlent

Lést eftir skot úr rafstuðsbyssu

Taser byssa.
Taser byssa. MYND/AFP
Kanadískur maður lést í gær, fjórum dögum eftir að lögregla notaði Taser rafstuðsbyssu á hann. Maðurinn mun hafa látið illa í verslun samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann er þriðja manneskjan sem deyr á nokkrum vikum í Kanada eftir að verða fyrir skoti úr vopninu.

Í gær mótmæltu meðlimir pólska samfélagsins í Vancouver andláti Roberts Dziekanski, pólsks manns sem lést eftir átök við lögreglu á flugvelli þar sem Taser byssu var beitt.

Robert Knipstrom var 36 ára þegar hann lést á sjúkrahúsi í gær eftir að tveir lögreglumenn spreyjuðu á hann piparspreyi, notuðu rafstuðsbyssu og kylfu til að ná yfirhöndinni í átökum við hann. Lögreglan sagði að Robert hafa verið sérstaklega árásargjarnan. Hann var með meðvitund og talandi þegar hann var fluttur á sjúkrahús.

Dánarorsök hefur ekki verið gefin út og ekki ljóst hvort Taser byssan eigi þátt í dauðsfallinu. Réttarrannsókn á andlátinu er hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×