Körfubolti

Milliriðlarnir orðnir ljósir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/FIBA
Mynd/FIBA

Í kvöld fór fram lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Þrjú lið komust upp úr hverjum af riðlunum fjórum og í sérstaka milliriðla sem eru tveir talsins. Þaðan mun síðan ráðast hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu.

A-riðill

Ísrael - Serbía 87-83

Rússland - Grikkland 61-53

Rússar unnu A-riðilinn en þeir báru sigur úr býtum í öllum þremur leikjum sínum. Í kvöld unnu þeir Grikki með átta stiga mun en Jon Rober Holden skoraði sautján stig fyrir þá í leiknum. Andrei Kirilenko tók sautján fráköst. Grikkland hafnaði í öðru sæti riðilsins en þá kemst Ísrael einnig í milliriðli með sigri á Serbíu. Yaniv Green átti stórleik fyrir Ísrael í kvöld, skoraði 26 stig og tók tólf fráköst. Serbar sitja eftir.

B-riðill

Portúgal - Lettland 77-67

Króatía - Spánn 85-84

Króatar unnu gríðarlega mikilvægan en nauman sigur á Spánverjum og náði þar með efsta sæti riðilsins. Óvænt úrslit en Spánverjar eru núverandi heimsmeistarar. Portúgal vann Lettland með tíu stiga mun í hinum leik riðilsins. Spánverjar og Portúgalar fylgja Króötum áfram í keppninni.

C-riðill

Litháen - Þýskaland 84-80

Tékkland - Tyrkland 72-80

Dirk Nowitzki skoraði 28 stig, tók níu fráköst og átti tvær stoðsendingar fyrir Þýskaland gegn Litháen. Það dugði þó ekki til sigurs en Litháen vann 84-80 og endaði með fullt hús. Þýskaland hafnaði þó í öðru sæti. Tyrkland endaði í þriðja sæti en liðið vann Tékkland 80-72 og sitja Tékkar eftir.

D-riðill

Slóvenía - Frakkland 67-66

Pólland - Ítalía 70-79

Það urðu athyglisverð úrslit í D-riðlinum þar sem Frakkland beið lægri hlut fyrir Slóveníu. Slóvenar unnu riðilinn með fullt hús stiga. Frakkar höfnuðu í öðru sæti en Ítalir í því þriðja eftir að hafa unnið Pólland 79-70.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×