Handbolti

Valur vann með níu mörkum

Mynd/Valli. Úr myndasafni.
Mynd/Valli. Úr myndasafni.

Opnunarleikur Vodafone-hallarinnar að Hlíðarenda fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Vals í handbolta mættu þá liði Viking Malt frá Litháen í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur vann níu marka sigur, 28-19.

Baldvin Þorsteinsson skoraði mest fyrir Val eða alls ellefu mörk. Seinni viðureign þessara liða fer fram á morgun klukkan 17:30 á sama stað.

Ef Valur kemst áfram, eins og allar líkur eru á, þá mun liðið komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×