Viðskipti innlent

Hlutafé Alfesca verði skráð í evrum

Lagt verður til á næsta aðalfundi matvælafyrirtækisins Alfesca þann 24. september að stjórn félagsins fái heimild til þess að skrá hlutafélagsins í evrum.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að lagt sé til að við umreikning verði miðað við kaupgengið 87,04 og þá fylgi eitt atkvæði hverri evru í stað hverju evrusenti. Verði þetta samþykkt fylgir Alfesca í kjölfar stjórnar Straums Burðaráss fjárfestingarbanka sem þegar hefur ákveðið að skrá hlutafé bankans í evrum og íhugar Kaupþing að fara sömu leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×