Handbolti

Flensburg enn á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson, leikmenn Flensburg.
Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson, leikmenn Flensburg. Mynd/Vilhelm

Heil umferð fer fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Nú er fimm leikjum lokið en Flensburg hélt toppsætinu með sigri á Lübbecke.

Sigur Flensburg var öruggur, 34-26, en staðan í hálfleik var 17-11. Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg en Alexander Petersson þrjú.

Hjá Lübbecke var Birkir Ívar Guðmundsson í markinu en Þórir Ólafsson er frá vegna meiðsla.

Úrslit annarra leikja í dag:

Magdeburg - Balingen 37-29

Grosswallstadt - Essen 33-27

Melsungen - Kiel 31-36

Nordhorn - Füchse Berlin 36-30

Leikirnir í kvöld:

Göppingen - Lemgo

Minden - Wilhelmshaven

Wetzlar - Hamburg

Rhein-Neckar Löwen - Gummersbach




Fleiri fréttir

Sjá meira


×