Viðskipti innlent

Gengi SPRON heldur áfram að lækka

MYND/GVA

Gengi hlutabréfa í SPRON, sem skráð var í Kauphöllina í gær, hélt áfram að lækka í morgun líkt og í gær. Þannig hefur gengið lækkað um rúm sjö prósent frá því að markaðir voru opnaðir í morgun og samtals um nærri tuttugu prósent á tveimur dögum. Önnur félög hafa ekki lækkað mikið. Hlutabréf í Teymi hafa hins vegar hækkað um 1,1 prósent. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um nærri 0,50 prósent það sem af er degi og stendur í 8209 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×