NBA stórveldin mætast á Sýn í nótt 23. nóvember 2007 11:38 Þríeykið mikla hjá Boston tekur á móti erkifjendunum í LA Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira