Körfubolti

Öruggur heimasigur í Njarðvík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með að leggja Tindastól að velli í Ljónagryfjunni í kvöld.
Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með að leggja Tindastól að velli í Ljónagryfjunni í kvöld.

Í kvöld fór fram síðasti leikurinn í 8. umferð Iceland Express deildar karla. Njarðvík sigraði Tindastól með tuttugu stiga mun, 98-78, þar sem Brenton Birmingham var stigahæstur heimamanna með 28 stig og Donald Brown skoraði mest fyrir gestina eða 20 stig.

Keflavík er í efsta sæti deildarinnar þegar öll liðin hafa leikið átta leiki. Keflavík hefur 16 stig, Grindavík er í öðru sæti með 14 stig, KR er með 12 og svo kemur Njarðvík með 10.

Næsta umferð i Iceland Express deild karla verður leikin 1. og 2. desember en smá hlé verður gert núna á deildinni vegna leikja í Lýsingarbikarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×