Viðskipti erlent

Skyldar lánastofnanir til að stækka varasjóði

MYND/AFP

Kínverski seðlabankinn hefur skyldað fjármálafyrirtæki og banka til að hækka hlutfall varasjóða. Með því vonast bankinn til að draga úr verðbólgu í landinu en hún mælist nú 6,2 prósent.

Hækkunin nemur hálfu prósentustigi og nemur varasjóður nú 13,5 prósentum af heildar innlánum. Hvergi í heiminum er hlutfall varasjóðs jafnt hátt en þetta er í níunda skipti sem kínverski seðlabankinn hækkar hlutfallið á þessu ári.

Verðbólgan í Kína var 6,5 prósent í síðastliðnum ágústmánuði og hafði þá ekki verið hærri í tíu ár. Í september mældist hún 6,2 prósent. Sérfræðingar telja líklegt að verðbólgan mælist 6,4 prósent þegar nýjar verðbólgumælingar koma út í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×