Viðskipti erlent

Emirates kaupir 82 Airbus þotur

MYND/AFP

Flugfélagið Emirates hefur gert samning við Airbus flugvélaframleiðandann um kaup á 82 farþegavélum. Samningurinn er metinn á um 120 milljarða króna.

Um er ræða 70 stykki af Airbus A380 og 11 Airbus A380 risaþotur. Vélarnar verða knúnar áfram af Rolls Royce hreyflum. Þá hefur Emirites einnig hug á að kaupa um 50 vélar til viðbótar af Airbus í nánustu framtíð.

Samningurinn er talinn vera mikill sigur fyrir Airbus flugvélaframleiðandann. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum og hefur neyðst til að segja upp starfsmönnum á síðastliðnum mánuðum. Á tímabilinu júlí til september nam halli á rekstri fyrirtækisins um 70 milljörðum króna. Ætlar fyrirtækið að segja upp 10 þúsund starfsmönnum á næstu fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×