Dallas fékk uppreisn æru 9. nóvember 2007 09:14 Það var heitt í kolunum í Oakland í nótt og hér má sjá þá Devin Harris og Matt Barnes ögra hvor öðrum í leiknum. Barnes uppskar tæknivillu í þessum viðskiptum NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira