Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu 11. október 2007 09:36 Didier Drogba hjá Chelsea heilsar upp á Kevin Garnett í O2 höllinni í gær NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum. NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum.
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira