Lífið

Eignast dóttur kominn hátt á sjötugsaldur

Nolte er langt frá því að vera dauður úr öllum æðum
Nolte er langt frá því að vera dauður úr öllum æðum MYND/Getty

Hinn 66 ára gamli leikari Nick Nolte og sambýliskona Clytie Lane, 38, eignuðust í dag litla stúlku. Nolte á fyrir 21 eins árs gamlan son.

Nolte, sem hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna, er enn í fullu fjöri og er um þessar mundir að leika í myndinni Tropic Thunder í leikstjórn Ben Stiller.

Í janúar 2006 lauk Nolte þriggja ára skilorði. Hann var handtekinn árið 2002 fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Myndir sem teknar voru af honum í kjölfarið bentu til þess að hann hafi verið algerlega úti úr heiminum.

Nolte játaði á sínum tíma brot sitt og fór í meðferð. Hann sagði seinna að handtakan hafi verið af hinu góða og bundið enda á fíkniefnaneyslu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.