Jeff Green tekur við Hetti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. október 2007 11:18 Hattarmönnum er fullalvara með ráðningu Green. Nordic Photos / Getty Images Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira