Erlent

Hyggjast beita refsiaðgerðum gegn Búrma

Allt að hundrað þúsund manns mótmæltu í Búrma í gær.
Allt að hundrað þúsund manns mótmæltu í Búrma í gær. MYND/AP

Bandaríkjamenn hyggjast beita refsiaðgerðum gegn herforingjastjórninni í Búrma til stuðnings mótmælendum þar í landi. Allt að hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í Rangún, höfuðborg landsins, í gær.

Búist er við því að Bush Bandaríkjaforseti kynni refsiaðgerðirnar í ræðu sem hann heldur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Aðgerðirnar munu eingöngu beinast meðlimum herforingjastjórnarinnar. Verður þeim framvegis meinað að koma til Bandaríkjanna og þá verða hömlur setta á fjármál þeirra þar í landi. Vonast Bandaríkjamenn til þess að þetta muni hvetja aðrar þjóðir til beita svipuðum aðgerðum.

Mótmælin í Búrma hafa nú staðið yfir í rúma viku.Þau hófust eftir að herstjórnin hækkaði skyndilega verð á eldsneyti en snerust fljótlega upp í almenn mótmæli gegn herforingjastjórninni. Um eitt hundrað þúsund manns mótmæltu á götum Rangún í gær þar af um 20 þúsund búddamunkar sem hafa leitt mótmælendur.

Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt valdi gegn mótmælendum meðal annars vegna þrýstings frá kínverskum stjórnvöldum. Í gær lýsti herforingjastjórnin því hins vegar yfir að hún væri reiðubúin brjóta mótmælin á bak aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×