Handbolti

Flensburg lagði meistara Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson er hér í baráttu við Marcus Ahlm, leikmann Kiel, í dag.
Alexander Petersson er hér í baráttu við Marcus Ahlm, leikmann Kiel, í dag. Nordic Photos / Bongarts

Flensburg vann í dag frábæran sigur á meisturum Kiel í þýsku úrvalsdeildinni, 37-32.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk í leiknum og átti mjög góðan leik fyrir Flensburg. Félagi hans, Einar Hólmgeirsson, virðist ekki vera í náðinni hjá Kent-Harry Andersson, þjálfara liðsins, og kom ekki við sögu.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Kiel tapar á leiktíðinni og með sigrinum fór Flensburg á topp deildarinnar með ellefu stig.

Liðið hefur heldur betur bætt fyrir jafnteflið gegn nýliðum TuSEM Essen í deildinni á dögunum.

Einn annar leikur var í deildinni á sama tíma, Hamburg vann Minden, 33-29, á útivelli.

Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Minden í leiknum.

Sjá einnig: Pirrandi hvað ég fæ fá tækifæri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×