Körfubolti

Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/FIBA
Mynd/FIBA

Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld.

Rudy Fernandez skoraði tuttugu stig fyrir Spánverja sem unnu Grikki 76-58. Ísrael vann Króatíu 80-75 þar sem Yaniv Green fór á kostum, skoraði sautján stig og tók sextán fráköst. Mario Kasun skoraði átján stig fyrir Króatíu.

Þá vann Rússland 78-65 sigur á Portúgal en Andrei Kirilenko var stigahæstur með sextán stig fyrir rússneska liðið.

Úrslit gærdagsins:

Portúgal - Rússland 65-78

Ísrael - Króatía 80-75

Spánn - Grikkland 76-58

Staðan í milliriðli A:

1. Rússland - 6 stig

2. Spánn - 5 stig

3. Króatía - 5 stig

4. Grikkland - 4 stig

5. Ísrael - 4 stig

6. Portúgal - 3 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×