Körfubolti

Grikkir unnu Serba naumlega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Evrópumeistararnir unnu Serbíu.
Evrópumeistararnir unnu Serbíu.

Núverandi Evrópumeistarar Grikkja unnu nauman sigur á Serbíu í 2. umferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var í A-riðli keppninnar en einnig er leikjum kvöldsins í C-riðli lokið.

Grikkland vann 68-67 eftir framlengdan leik. Í hinum leik kvöldsins í A-riðli vann Rússland öruggan sigur á Ísrael 90-56. Jon Robert Holden, leikmaður CSKA Moskvu, var stigahæstur í rússneska liðinu en hann gerði alls átján stig.

Rússland og Grikkland hafa unnið báða leiki sína.

Í C-riðli urðu úrslitin eftir bókinni. Ksistof Lavrinovic skoraði 22 stig fyrir Litháen sem vann 95-75 sigur á Tékklandi. Þá vann Þýskaland öruggan 79-49 sigur á Tyrklandi. Dirk Nowitzki var í miklu stuði eins og oft áður en hann skoraði 24 stig.

Þýskaland og Litháen hafa unnið báða leiki sína.

A riðill

Grikkland - Serbía 68-67

Rússland - Ísrael 90-56

C riðill

Litháen - Tékkland 95-75

Þýskaland - Tyrkland 79-49




Fleiri fréttir

Sjá meira


×