Körfubolti

Slóvenía vann dramatískan sigur á Ítalíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Smodis var stigahæstur Slóvena með nítján stig.
Smodis var stigahæstur Slóvena með nítján stig.

Nú er öllum leikjum kvöldsins á Evrópumótinu í körfubolta lokið en mótið fer fram á Spáni. Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leik Slóveníu og Ítalíu þar sem Slóvenar tryggðu sér sigur 69-68 með þriggja stiga körfu í blálokin.

 

Leikurinn var í D-riðli en í hinum leik riðilsins vann Frakkland sigur á Póllandi fyrr um kvöldið. Í A-riðli skoraði Vasileios Spanoulis nítján stig fyrir Grikkland sem vann Ísrael með tíu stiga mun.

Í B-riðlinum unnu heimamenn í spænska landsliðinu öruggan 82-56 stiga sigurá grönnum sínum frá Portúgal. Þá vann Litháen sigur á Tyrklandi 86-69 í C-riðli.

A-riðill

Serbía - Rússland 65-73

Ísrael - Grikkland 66-76

B-riðill

Lettland - Króatía 85-77

Portúgal - Spánn 56-82

C-riðill

Tékkland - Þýskaland 78-83

Tyrkland - Litháen 69-86

D-riðill

Pólland - Frakkland 66-74

Ítalía - Slóvenía 68-69




Fleiri fréttir

Sjá meira


×