Erlent

Vara við aukinni hættu á heimsfaraldri

Ein kona lést í gær af völdum H5N1 fuglaflensuveirunnar í Kína.
Ein kona lést í gær af völdum H5N1 fuglaflensuveirunnar í Kína. MYND/AFP

Varað er við aukinni hættu á heimsfaraldri í yfirlýsingu sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sendi frá sér í gær. Stofnunin hvetur ríki heims til meiri samstarfs á sviði heilbrigðismála.

Að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar auka vaxandi ferðalög og fjölgun flugfarþega í heiminum hættuna á að smitsjúkdómar nái að breiðast út. Á síðustu fimm árum hefur stofnin skráð um ellefu hundruð sjúkdómsfaraldra, þar á meðal kóleru og fuglaflensu. Á hverju ári greinast nýir sjúkdómar og fjöldi þeirra eykst að meðaltali um eitt prósent milli ára.

Stofnunin hvetur ríki heims til meiri samstarfs til að koma í veg fyrir útbreiðslu hættulegra sjúkdóma.

Hingað til hafa heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu ekki viljað afhenta sýni af H5N1 fuglaflensu veirunni af ótta við að Vestræn ríki muni framleiða bóluefni sem verði of dýrt fyrir almenning þar í landi. Kínversk heilbrigðisyfirvöld afhentu sín H5N1 sýni í fyrsta skipti í síðasta júnímánuði.

Þá skortir ennfremur ríki heims láti heilbrigðisyfirvöld í öðrum löndum vita þegar sjúkdómsfaraldrar verður vart. Í dag fær Alþjóða heilbrigðismálastofnunin um helming tilkynninga um faraldra í gegnum fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×