Launin þín eru nú til sýnis 31. júlí 2007 07:30 Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar