Sport

TBR sigraði í síðasta leik sínum á EM félagsliða

TBR sigraði finnska liðið Tapion Sulka í lokaleik sínum í Evrópukeppni félagsliða í badminton sem stendur nú yfir í Hollandi. Fram kemur í tilkynningu að leikurinn hafi verið harður og jafn og endaði hann 4:3 fyrir TBR. Þessi úrslit þýða að TBR varð í þriðja sæti í sínum riðli og 6-9. sæti í keppninni en alls voru þátttökuþjóðirnar 14.

Úrslitin í dag voru sem hér segir:

Helgi Jóhannesson og Halldóra Jóhannsdóttir sigruðu í tvenndarleik.

Atli Jóhannesson tapaði í einliðaleik

Bjarki Hlífar Stefánsson tapaði í einliðaleik

Katrín Atladóttir tapaði í einliðaleik

Tinna Helgadóttir sigraði í einliðaleik

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson sigruðu í tvíliðaleik

Katrín Atladóttir og Tinna Helgadóttir sigruðu í tvíliðaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×