Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal 26. júní 2007 23:08 Maður blaðar í Wall Street Journal, sem bandaríska fjölmiðlasamsteypan Dow Jones & Co. gefur út. Mynd/AFP Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið í byrjun síðasta mánaðar en Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fréttastofan Associated Press hefur eftir heimildamanni sínum að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Eigi yfirtökutilboðið að ganga í gegn verður Bancroft-fjölskyldan að samþykkja það.Stjórn Dow Jones tók af skarið um viðræður við Murdoch og fjölmiðlaveldi hans í síðustu viku en hún mun hafa verið orðin langþreytt á þrjósku Bancroft-fjölskyldunnar, sem þó hafði mýkst í afstöðu sinni gegn tilboðinu. Í stjórn Dow Jones sitja fjórir meðlimir fjölskyldunnar, en að öðru leyti er hún dreifð um Bandaríkin endilöng.Tilboð Murdochs, sem var lagt fyrir í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut en það var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu áður en það var lagt fram. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hafa stigið hratt upp síðan og standa nú í 58,77 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið í byrjun síðasta mánaðar en Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fréttastofan Associated Press hefur eftir heimildamanni sínum að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Eigi yfirtökutilboðið að ganga í gegn verður Bancroft-fjölskyldan að samþykkja það.Stjórn Dow Jones tók af skarið um viðræður við Murdoch og fjölmiðlaveldi hans í síðustu viku en hún mun hafa verið orðin langþreytt á þrjósku Bancroft-fjölskyldunnar, sem þó hafði mýkst í afstöðu sinni gegn tilboðinu. Í stjórn Dow Jones sitja fjórir meðlimir fjölskyldunnar, en að öðru leyti er hún dreifð um Bandaríkin endilöng.Tilboð Murdochs, sem var lagt fyrir í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut en það var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu áður en það var lagt fram. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hafa stigið hratt upp síðan og standa nú í 58,77 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira