San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City 29. maí 2007 04:02 Manu Ginobili var óstöðvandi í fjórða leikhlutanum í nótt og skoraði þar 15 af 22 stigum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira