Lífið

Kynlíf með iPod spilaranum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Apple-fyrirtækið hótar nú að siga löfræðingaher sínum á kynlífshjálpartækjaverslunina Ann Summers. IPod framleiðandinn er brjálaður yfir auglýsingum á nýjum titrara sem nefnist iGasm. Tækið tengist við I-pod eða aðra MP3spilara, fartölvur eða geislaspilara og titrar í takt við tónlist.

,,Prófaðu hratt og hart með drum 'n' bass tónlist, eða slappaðu af með ambient lagi." segir í auglýsingunni.

Auglýsingin sýnir skuggamynd af konu sem heldur á hvítu tæki með tveimur vírum. Annar vírinn leiðir í heyrnatól í eyrum hennar en hinn ofaní nærbuxur.

Skuggamyndin er að mati Apple of lík frægri auglýsingaherferð þeirra fyrir iPod spilarann

,,Skuggamyndin er brot á höfundarrétti Apple fyrirtækisins"segir lögfræðingur þess.

,,Kannski að ég sendi þeim bara iGasm, til að gleðja þá" sagði Jacqueline Gold, forstjóri verslunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.