Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix 15. maí 2007 11:56 Amare Stoudemire var góður í sigrinum á San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli. San Antonio virtist vera með leikinn í hendi sér í gær en með gríðarlegri seiglu á lokasprettinum náði Phoenix að tryggja sér sigurinn á bak við góðan leik þeirra Steve Nash og Amare Stoudemire. Heitt var í kolunum á síðustu mínútunum þar sem Robert Horry var vikið úr húsi fyrir fautalega villu á Steve Nash. Atvikið gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér, því í kjölfarið yfirgáfu þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw varamannabekk Phoenix og gengu í átt að átökunum - en slíkt varðar leikbann samkvæmt ströngum reglum NBA deildarinnar. Phoenix tryggði sér sigurinn í nótt með því að vinna lokaleikhlutann 32-18 og næsti leikur í einvíginu fer fram á heimavelli liðsins. Amare Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix þrátt fyrir að vera í bullandi villuvandræðum allan leikinn, Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 15 stoðsendingar. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst. Cleveland er nú komið í afar vænlega 3-1 stöðu gegn New Jersey eftir nauman útisigur í gær. Hittni liðanna var afar slök í gær en Cleveland-menn höfðu betur í lokin og unnu 87-85 sigur. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Larry Hughes skoraði 19 stig. Vince Carter skoraði 25 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðseningar fyrir New Jersey en hitti aðeins úr 6 af 23 skotum sínum utan af velli. Mikki Moore skoraði einnig 25 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig en hitti aðeins úr 3 af 12 skotum utan af velli. Jason Kidd hirti 17 fráköst í leiknum en hitti úr 2 af 13 skotum sínum. Fimmti leikur Utah og Golden State verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 2:30 í nótt og annað kvöld verður fimmti leikur Cleveland og New Jersey í beinni á miðnætti. NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli. San Antonio virtist vera með leikinn í hendi sér í gær en með gríðarlegri seiglu á lokasprettinum náði Phoenix að tryggja sér sigurinn á bak við góðan leik þeirra Steve Nash og Amare Stoudemire. Heitt var í kolunum á síðustu mínútunum þar sem Robert Horry var vikið úr húsi fyrir fautalega villu á Steve Nash. Atvikið gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér, því í kjölfarið yfirgáfu þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw varamannabekk Phoenix og gengu í átt að átökunum - en slíkt varðar leikbann samkvæmt ströngum reglum NBA deildarinnar. Phoenix tryggði sér sigurinn í nótt með því að vinna lokaleikhlutann 32-18 og næsti leikur í einvíginu fer fram á heimavelli liðsins. Amare Stoudemire skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix þrátt fyrir að vera í bullandi villuvandræðum allan leikinn, Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 15 stoðsendingar. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst. Cleveland er nú komið í afar vænlega 3-1 stöðu gegn New Jersey eftir nauman útisigur í gær. Hittni liðanna var afar slök í gær en Cleveland-menn höfðu betur í lokin og unnu 87-85 sigur. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Larry Hughes skoraði 19 stig. Vince Carter skoraði 25 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðseningar fyrir New Jersey en hitti aðeins úr 6 af 23 skotum sínum utan af velli. Mikki Moore skoraði einnig 25 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig en hitti aðeins úr 3 af 12 skotum utan af velli. Jason Kidd hirti 17 fráköst í leiknum en hitti úr 2 af 13 skotum sínum. Fimmti leikur Utah og Golden State verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 2:30 í nótt og annað kvöld verður fimmti leikur Cleveland og New Jersey í beinni á miðnætti.
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira