Maðurinn flaugst á við Shaquille O´Neal og lifði það af 24. apríl 2007 18:41 Scott Skiles kallar ekki allt ömmu sína, en þakkar eflaust fyrir að vera á lífi eftir slagsmálin við Shaquille O´Neal árið 1994 NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls og Miami Heat mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í kvöld. Scott Skiles þjálfari Chicago spilaði með Shaquille O´Neal hjá Miami þegar hann var nýliði með liði Orlando Magic árið 1992 og vann sér það þá til frægðar að slást við tröllið og lifa það af. Skiles er ekki nema rúmir 180 cm á hæð, en var þekktur harðjaxl á dögum sínum sem leikmaður. Hann var fyrirliði Orlando-liðsins þegar O´Neal kom inn í deildina sem nýliði. Dálkahöfundur ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar rifjaði það upp í dag þegar þeir Skiles og O´Neal lentu í áflogum fyrir nær þrettán árum síðan og naut þar aðstoðar Larry Krystkowiak sem nú er þjálfari Milwaukee Bucks, en var samherji þeirra tveggja hjá Orlando árið 1994. "Við vorum á keppnisferðalagi um vesturströndina og spiluðum við Clippers og Lakers í Los Angeles. Þjálfararnir voru mjög ósáttir við baráttuna í mannskapnum í þessari ferð og við töpuðum fyrri leiknum okkar. Daginn eftir fyrri leikinn var smalað í þrjú fjögurra manna lið á æfingu og þar var ég hæsti maðurinn í mínu liði og þurfti því að dekka Shaq. Skiles var alltaf vanur að láta menn heyra það og ég er viss um að hann sat fund með þjálfurunum, því menn kölluðu ekki villur á æfingunni sem varð mjög hörð fyrir vikið. Við Shaq fórum að takst ansi hart á og fórum að lokum að rífast heiftarlega og þá kallaði Skiles á okkur - "Af hverju hættið þið ekki að haga ykkur eins og dúkkulísur og leysið þetta eins og menn." Við fórum að slást og duttum í gólfið, en þá er eins og Skiles hafi áttað sig á alvöru málsins og stökk hann á O´Neal og reyndi að taka hann hálstaki. Við Skiles vorum góðir vinir og hann hefur ef til vill áttað sig á því að hann átti sumpart upptökin af þessu," sagði Krystowiak. Skiles segist vel muna eftir viðskiptum sínum við tröllið. "Hann reyndi að kýla mig en ég beygði mig og hann endaði á því að taka mig föstu hálstaki. Höggið lenti þó að hluta á mér," sagði Skiles. Krystkowiak segir að þessi rimma manna á æfingunni hafi þjónað sínum tilgangi og stappað stálinu í mannskapinn. Orlando vann 50 leiki þennan vetur, en tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir Indiana. Það var í síðasta skipti á ferlinum til þessa sem Shaquille O´Neal datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. "Hann fór alltaf í taugarnar á mér," sagði Shaquille O´Neal í viðtali eftir fyrsta leik Chicago og Miami á dögunum - "En hann er besti leikstjórnandi sem ég hef spilað með á ferlinum. Ef var smuga á að finna mig undir körfunni - fann hann mig alltaf," sagði O´Neal og sagði málið gleymt og grafið. Skiles tók í sama streng, en þeir félagar taka nú enn eina rimmuna á vellinum þó þeir séu í ólíku hlutverki í dag og þá. Fjórði leikur Miami og Chicago verður Sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17 á sunnudaginn. NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Chicago Bulls og Miami Heat mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í kvöld. Scott Skiles þjálfari Chicago spilaði með Shaquille O´Neal hjá Miami þegar hann var nýliði með liði Orlando Magic árið 1992 og vann sér það þá til frægðar að slást við tröllið og lifa það af. Skiles er ekki nema rúmir 180 cm á hæð, en var þekktur harðjaxl á dögum sínum sem leikmaður. Hann var fyrirliði Orlando-liðsins þegar O´Neal kom inn í deildina sem nýliði. Dálkahöfundur ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar rifjaði það upp í dag þegar þeir Skiles og O´Neal lentu í áflogum fyrir nær þrettán árum síðan og naut þar aðstoðar Larry Krystkowiak sem nú er þjálfari Milwaukee Bucks, en var samherji þeirra tveggja hjá Orlando árið 1994. "Við vorum á keppnisferðalagi um vesturströndina og spiluðum við Clippers og Lakers í Los Angeles. Þjálfararnir voru mjög ósáttir við baráttuna í mannskapnum í þessari ferð og við töpuðum fyrri leiknum okkar. Daginn eftir fyrri leikinn var smalað í þrjú fjögurra manna lið á æfingu og þar var ég hæsti maðurinn í mínu liði og þurfti því að dekka Shaq. Skiles var alltaf vanur að láta menn heyra það og ég er viss um að hann sat fund með þjálfurunum, því menn kölluðu ekki villur á æfingunni sem varð mjög hörð fyrir vikið. Við Shaq fórum að takst ansi hart á og fórum að lokum að rífast heiftarlega og þá kallaði Skiles á okkur - "Af hverju hættið þið ekki að haga ykkur eins og dúkkulísur og leysið þetta eins og menn." Við fórum að slást og duttum í gólfið, en þá er eins og Skiles hafi áttað sig á alvöru málsins og stökk hann á O´Neal og reyndi að taka hann hálstaki. Við Skiles vorum góðir vinir og hann hefur ef til vill áttað sig á því að hann átti sumpart upptökin af þessu," sagði Krystowiak. Skiles segist vel muna eftir viðskiptum sínum við tröllið. "Hann reyndi að kýla mig en ég beygði mig og hann endaði á því að taka mig föstu hálstaki. Höggið lenti þó að hluta á mér," sagði Skiles. Krystkowiak segir að þessi rimma manna á æfingunni hafi þjónað sínum tilgangi og stappað stálinu í mannskapinn. Orlando vann 50 leiki þennan vetur, en tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir Indiana. Það var í síðasta skipti á ferlinum til þessa sem Shaquille O´Neal datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. "Hann fór alltaf í taugarnar á mér," sagði Shaquille O´Neal í viðtali eftir fyrsta leik Chicago og Miami á dögunum - "En hann er besti leikstjórnandi sem ég hef spilað með á ferlinum. Ef var smuga á að finna mig undir körfunni - fann hann mig alltaf," sagði O´Neal og sagði málið gleymt og grafið. Skiles tók í sama streng, en þeir félagar taka nú enn eina rimmuna á vellinum þó þeir séu í ólíku hlutverki í dag og þá. Fjórði leikur Miami og Chicago verður Sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17 á sunnudaginn.
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira