Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio 14. mars 2007 03:45 Tony Parker skoraði 25 stig í 13. sigri San Antonio í röð NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira