Handbolti

Guðjón markahæstur í sigri Gummersbach

Guðjón Valur var markahæstur í kvöld með 7 mörk en leikurinn var sýndur beint á Sýn
Guðjón Valur var markahæstur í kvöld með 7 mörk en leikurinn var sýndur beint á Sýn NordicPhotos/GettyImages
Gummersbach vann í kvöld afar mikilvægan sigur á toppliði Flensburg í toppbaráttunni í þýska handboltanum 33-26 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 17-14. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með 7 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Kiel og Hamburg sem eru í öðru og þriðja sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×