Handbolti

Góð úrslit Gummersbach

Íslendingaliðið Gummersbach, undir stjórn landsliðsþjálfarans Alfreðs Gíslasonar, er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn spænska liðinu Valladolid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikur liðanna á Spáni í dag endaði með 36-36 jafntefli, en síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi að viku liðinni.

Guðjón Valur Sigurðsson átti góðan leik fyrir Gummersbach og skoraði sjö mörk, en Róbert Gunnarsson skoraði þrjú. Þá skoraði Sverre Jakobsson eitt mark en að venju spilaði hann nánast aðeins varnarleikinn.

Þá sigraði ungverska liðið Fotéx Veszprém þýsku meistarana í Kiel á heimavelli sínum, 39-36, en ólíklegt verður að það forskot dugi til að fleyta liðinu áfram, enda þýska liðið gríðarlega sterkt á heimavelli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×