Erlent

Vill ræða frekar við Írani

Javier Solana og Ali Larijani
Javier Solana og Ali Larijani AP

Javier Solana utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist vilja frekari viðræður við Írani um kjarnorkuáætlun landsins. Fundur utanríkisráðherra Evrópusambandsins hófst í Brussel í morgun og búist er við skiptum skoðunum um hvaða stefnu Evrópusambandið á að taka gagnvart Íran.

Solana átti fund með Ali Larijani talsmanni Íransstjórnar í kjarnorkumálum í gær og sagði hann fundinn hafa verið uppbyggilegan en vildi ekki gefa upp í smáatriðum um hvað var rætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×