Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag 10. febrúar 2007 14:30 Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboði Nasdaq. MYND/AP Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu. Breskir fjölmiðlar ýja þó að því í dag að ólíklegt sé að hluthafarnir hafi gengið að tilboði Nasdaq þar sem lokagengi LSE í gær var talsvert yfir tilboðinu, sem hljóðar upp á 1.243 pens á hlut. Það jafngildir 2,7 milljörðum punda eða ríflega 367 milljörðum íslenskra króna. Nasdaq gerði fyrst samhljóðandi yfirtökutilboð í LSE snemma á síðasta ári. Carla Furse, forstjóri LSE, hefur hins vegar ævinlega fellt það á þeim forsendum að tilboðið endurspegli ekki framtíðarhorfur kauphallarinnar og sé því undir raunverulegu markaðsvirði. Í kjölfarið hóf Nasdaq óvinveitt yfirtökuferli í LSE og hafði á haustdögum tryggt sér 28,8 prósenta hlut í LSE. Í framhaldinu gerði stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins öðrum hluthöfum í LSE tilboð í bréfin. Upphaflega höfðu hluthafarnir frest fram til loka janúar til að taka tilboði Nasdaq. Skömmu áður en fresturinn rann út var hins vegar ákveðið að færa hann fram til dagsins í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu. Breskir fjölmiðlar ýja þó að því í dag að ólíklegt sé að hluthafarnir hafi gengið að tilboði Nasdaq þar sem lokagengi LSE í gær var talsvert yfir tilboðinu, sem hljóðar upp á 1.243 pens á hlut. Það jafngildir 2,7 milljörðum punda eða ríflega 367 milljörðum íslenskra króna. Nasdaq gerði fyrst samhljóðandi yfirtökutilboð í LSE snemma á síðasta ári. Carla Furse, forstjóri LSE, hefur hins vegar ævinlega fellt það á þeim forsendum að tilboðið endurspegli ekki framtíðarhorfur kauphallarinnar og sé því undir raunverulegu markaðsvirði. Í kjölfarið hóf Nasdaq óvinveitt yfirtökuferli í LSE og hafði á haustdögum tryggt sér 28,8 prósenta hlut í LSE. Í framhaldinu gerði stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins öðrum hluthöfum í LSE tilboð í bréfin. Upphaflega höfðu hluthafarnir frest fram til loka janúar til að taka tilboði Nasdaq. Skömmu áður en fresturinn rann út var hins vegar ákveðið að færa hann fram til dagsins í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent