Bandaríska netverslunin Amazon skilaði 98 milljóna dala hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma ári fyrr skilaði netverslunin 199 milljóna dala, 13,6 milljarða króna, hagnaði. Samdrátturinn nemur því rúmlega 50 prósentum á milli ára en er samt sem áður yfir væntingum greinenda.
Helsta ástæaðan fyrir samdrættinum er aukin skattbyrgði fyrirtækisins og auknar fjárfestingar.
Tekjur verslunarinnar jukust hins vegar um 34 prósent á sama tíma.
Amazon gerir ráð fyrir því að félagið taki inn á milli 13 til 13,7 milljarða bandaríkjadali á þessu ári. Það svarar til um 890,7 til um 939 milljarða íslenskra króna sem er nokkuð yfir væntingum greinenda.