Handbolti

Danir að hrista af sér slyðruorðið?

Getty Images

Danir eru fjórum mörkum yfir gegn heimsmeisturum Spánverja í hálfleik 15-11 í síðasta leik dagsins í milliriðli 2 á HM. Nú er að duga eða drepast fyrir Dani en þeir eru stigalausir í riðlinum. Spánverjar eru hinsvegar með 4 stig fyrir leikinn og í góðri stöðu hvernig sem fer. Í milliriðli 1 eru hinsvegar Frakkar að vinna Slóvena nokkuð öruggt en þegar fyrri hálfleik er að ljúka eru Frakkar með 7 marka forystu. Ef Frakkar sigra Slóvena eru þeir komnir upp að hlið Íslands, Þýskalands og Póllands í riðlinum, öll liðin með 4 stig.

Það er Íslendingum í hag að Frakkar vinni þar sem sigurinn úr riðlakeppninni gegn Frökkum tryggir að verði liðin jöfn að stigum í lok milliriðlakeppninnar verða Íslendingar ofar vegna sigurs í innbyrðis viðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×