Viðskipti innlent

365 lækkaði um 7% í dag

Ari Edwald, forstjóri 365, hefur þurft að horfa upp á miklar lækkanir á gengi bréfa í félaginu á þessu ári eða alls um 58,46%.
Ari Edwald, forstjóri 365, hefur þurft að horfa upp á miklar lækkanir á gengi bréfa í félaginu á þessu ári eða alls um 58,46%.

Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem rekur meðal annars visir.is, lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 7,01%. Gengi félagsins er nú í fyrsta sinn komið undir 2 en það endaði í 1,99.

Gengi í FL Group lækkaði einnig töluvert eða um 4,28% og endaði í 15,65. Kaupþing lækkaði um 3,29% og Teymi, Exista og Föroya Banki lækkuðu öll um rúmlega 2%.

Marel hækkaði mest allra eða um 1,45% en næst komu Atlantic Petroleum með 0,83% hækkun, Icelandic Group með 0,74% hækkun og Icelandair Group með 0,54% hækkun.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,60% og var 6380 stig í lok dags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×