Lífið

Wilson biður um frið til að ná heilsu

MYND/Getty

Gamanleikarinn Owen Wilson sem dvelur nú á spítala eftir meinta sjálfsmorðstilraun hefur beðið fjölmiðla um að leyfa sér að ná heilsu í friði. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa tekið inn lyf og skorið sig á púls.

"Ég bið fjölmiðla vinsamlega um að leyfa mér að þiggja meðferð og ná heilsu í friði á þessum erfiðu tímum," segir í tilkynningu frá leikaranum.

Talsmaður spítala í Los Angeles sem Wilson dvelur á sagði í samtali við AP fréttastofuna að ástand leikarans væri gott. Hann vildi ekki gefa upp ástæðu innlagnarinnar.




Tengdar fréttir

Owen Wilson á spítala eftir sjálfsmorðstilraun

Hollywoodleikarinn Owen Wilson sem meðal annars gerði garðinn frægan í myndinni Wedding Crashers dvelur nú á spítala eftir sjálfsmorðstilraun. Leikarinn er sagður hafa skorið sig á púls eftir að hafa tekið inn töluvert magn af lyfjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.