Stjórn Teymis hf. hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til lykilstarfsmanna samstæðunnar. Heildarupphæðin nemur rúmlega 65 milljónum kr.
Í frétt um málið á kauphallarvefnum segir að rétthöfum sé heimilt að nýta þriðjung kaupréttar á hverju ári í þrjú ár og er fyrsta innlausn í nóvember 2008. Rétturinn er á genginu 6,54 kr. á hlut sem er lokagengi 8. nóvember 2007.
Skilyrði fyrir innlausn er að starfsmaður hafi ekki látið af störfum fyrir
innlausnardag. Samtals gaf stjórnin út kauprétti fyrir 10 milljónir hluta