Handbolti

Gummersbach og Magdeburg skildu jöfn

Guðjón Valur skoraði tvö af sex mörkum sínum úr vítum í dag
Guðjón Valur skoraði tvö af sex mörkum sínum úr vítum í dag NordicPhotos/GettyImages

Sjö leikir eru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og í kvöld. Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Gummersbach þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við fyrrum lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg á útivelli.

Flensburg lagði Minden örugglega á útivelli 33-24 þar sem Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Flensburg en Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað - frekar en Einar Örn Jónsson hjá Minden.

Wilhelmshavener steinlá fyrir Rhein-Neckar Löwen 32-23 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener.

Essen vann 32-27 útisigur á Melsungen, Lemgo og Nordhorn gerðu 29-29 jafntefli þar sem Logi Geirsson lék ekki með Lemgo.

Leikjum Grosswallstadt-Balingen og Göppingen-Hamburg er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×