Skammdegisþunglyndið 13. desember 2007 10:42 Veðurguðirnir kunna ekki að meta jólaskreytingarnar mínar í ár. Ég var ekki fyrr búinn að hengja upp útiseríurnar eftir samfelldum þakkantinum á góða húsinu mínu á bökkum Grafarvogs að mánudagshvellurinn reið yfir. Á að giska sextán rauðar ljósaperur sprungu í ofsanum. Seríur lágu eins og hráviði um allan garðinn. Upplýsti jólasveinninn minn ásamt fallega snjókarlinum hengu á lyginni uppi í runna; báðir slokknaðir. Eins og þetta hafi ekki verið nóg. Ég var ekki fyrr búinn að laga herlegheitin, skipta um perur og naglfesta skrautið að nýju, að fimmtudagshvellurinn reið yfir. Ég vaknaði upp við djöfulskapinn klukkan tvö í nótt. Seríurnar börðu húsið og vildu auðheyrilega komast í skjól. Enn var allt ónýtt, svona meira og minna. Þetta er gósentíð Húsamiðjunnar og annarra álíka búða. Veðurbarðir húsbændur vafra þar með höfuðin í herðakistlinum og kaupa sér enn fleiri kartún af jólaljósum. Þetta eru þögulir menn, giska þreyttir, svekktir og sumir reiðir. Ég veit ekki hvort það þarf að fresta jólunum vegna veðurs. Altént verða þetta ekki mjög upplýst jól. Það eru þrír veðurhvellir í kortunum næstu daga. Þrír, takk fyrir. 45 metrar á sekúndu í hviðunum. Ég ætla að láta draslið liggja um sinn. Eins og hráviði í garðinum. Lái mér hver sem vill. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun
Veðurguðirnir kunna ekki að meta jólaskreytingarnar mínar í ár. Ég var ekki fyrr búinn að hengja upp útiseríurnar eftir samfelldum þakkantinum á góða húsinu mínu á bökkum Grafarvogs að mánudagshvellurinn reið yfir. Á að giska sextán rauðar ljósaperur sprungu í ofsanum. Seríur lágu eins og hráviði um allan garðinn. Upplýsti jólasveinninn minn ásamt fallega snjókarlinum hengu á lyginni uppi í runna; báðir slokknaðir. Eins og þetta hafi ekki verið nóg. Ég var ekki fyrr búinn að laga herlegheitin, skipta um perur og naglfesta skrautið að nýju, að fimmtudagshvellurinn reið yfir. Ég vaknaði upp við djöfulskapinn klukkan tvö í nótt. Seríurnar börðu húsið og vildu auðheyrilega komast í skjól. Enn var allt ónýtt, svona meira og minna. Þetta er gósentíð Húsamiðjunnar og annarra álíka búða. Veðurbarðir húsbændur vafra þar með höfuðin í herðakistlinum og kaupa sér enn fleiri kartún af jólaljósum. Þetta eru þögulir menn, giska þreyttir, svekktir og sumir reiðir. Ég veit ekki hvort það þarf að fresta jólunum vegna veðurs. Altént verða þetta ekki mjög upplýst jól. Það eru þrír veðurhvellir í kortunum næstu daga. Þrír, takk fyrir. 45 metrar á sekúndu í hviðunum. Ég ætla að láta draslið liggja um sinn. Eins og hráviði í garðinum. Lái mér hver sem vill. -SER.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun