Lífið

Kvikmyndaklúbburinn Fjalarkötturinn endurvakinn

James Dean í myndinni Giant
James Dean í myndinni Giant Jamesdean.com

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn verður endurvakinn á morgun. Sýningar hefjast á morgun í Tjarnarbíói og er ráðgert að sýna tvo daga vikunnar, sunnudaga og mánudaga. Sýningar standa fram á vor og á þeim tíma er áætlað að sýna alls 25 myndir.

Byrjað verður á þremur myndum sem gerðu James Dean að stórstjörnu en þær eru; East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant ásamt því að sýnd verður ný heimildarmynd um leikarann.

Það er Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík sem stendur að endurreisn klúbbsins en hann lagðist af í byrjun níunda áratugarins. Aðrir aðilar sem koma að verkinu eru fagfélög kvikmyndargerðarmanna og leikara. Markmið klúbbsins er að auka kvikmyndaúrval hér á landi með því að sýna áhugaverðar myndir og annarskonar en almenningi hafa staðið til boða í hefðbundnum kvikmyndahúsum á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.