Viðskipti erlent

Best Buy svindlar á kúnnum

MYND/AFP

Connecticutríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Best Buy verslunarkeðjunni fyrir að plata neytendur til að borga meira fyrir vörur. Fyrirtækið auglýsti ýmis tilboð á vefsíðu sinni en verðin reyndust mun hærri í raun.

Saksóknari segir að í verslununum hafi fyrirtækið veitt viðskiptavinum aðgang að vefsíðu fyrirtækisins sem ætluð er starfsfólki. Þar voru verð hærri en á almennu vefsíðunni. Þannig hafi viðskiptavinir haldið að tilboðum væri lokið þegar þeir komu í verslanirnar.

Rannsókn hófst í síðasta mánuði eftir að kvartanir bárust frá neytendum til Hartford dagblaðsins í Connecticut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×