Körfubolti

Rússar Evrópumeistarar í körfubolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum vel og innilega.
Rússar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum vel og innilega. Nordic Photos / Getty Images

Rússar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Spánverja í úrslitum Evrópumótsins í körfubolta sem fór einmitt fram á Spáni. Jon Robert Holden skoraði sigurkörfu leiksins þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur voru 60-59.

Þetta er í sjötta skiptið sem Spánverjar leika til úrslita á EM en þeir hafa aldrei náð að fagna sigri í keppninni.

Andrei Kirilenko var valinn besti leikmaður Evrópumótsins á Spáni.Nordic Photos / Getty Images

Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz, var stigahæstur í leiknum með sautján stig en hann var valinn besti leikmaður keppninnar. Victor Khryapa tók tólf fráköst í leiknum og skoraði sjö stig.

Pau Gasol gat ekki leynt vonbrigðum sínum í lok úrslitaleiksins.Nordic Photos / Getty Images

Pau Gasol, einn besti leikmaður heims, reyndi að jafna metin fyrir Spánverja í blálokin en skot hans skoppaði af körfuhringnum. Gasol skoraði fjórtán stig í leiknum og Jose Manuel Calderon fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×