Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð 10. febrúar 2007 08:00 Fyrsti leikur CCP, Eve Online, hefur notið mikilla vinsælda, og eru nú tæplega 200 þúsund manns áskrifendur að honum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira