Besta byrjun Boston í 20 ár 10. nóvember 2007 11:53 Lífið er ljúft í Boston þessa dagana eftir bestu byrjun liðsins í 20 ár. Það er ekki síst þessum þremur að þakka, þeim Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett NordicPhotos/GettyImages Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik. Boston lagði Atlanta 106-83 á heimavelli þar sem Kevin Garnett fór hamförum með 27 stigum og 19 fráköstum fyrir Boston og Paul Pierce skoraði 23 stig. Al Horford og Joe Johnson skoruðu 16 stig hvor fyrir Atlanta. Toronto lagði Philadelphia á útivelli 105-103. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið en Andre Iguodala skoraði 26 stig fyrir Philadelphia. Charlotte lagði Indiana 96-87 þar sem Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor skoraði 25 stig og hirti 23 fráköst, en Jermaine O´Neal skoraði 18 stig fyrir Indiana. Nash frábær Phoenix lagði Miami á útivelli 106-101 þar sem Steve Nash fór hamförum í fjórða leikhluta og tryggði gestunum sigurinn með því að skora 11 stig í röð á lokasprettinum. Þetta var fimmta tap Miami í jafnmörgum leikjum á leiktíðinni. Nash skoraði 30 stig og gaf 8 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði 17 stig og jafnaði persónulegt met með 24 fráköstum. Shaquille O´Neal skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami, Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar, Ricky Davis skoraði 21 stig og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Orlando lagði New York 112-102. Jameer Nelson skoraði 24 stig fyrir Orlando, Dwight Howard 22 og hirti 20 fráköst og Hedo Turkoglu og Rashard Lewis skoruðu 21 stig hvor. Zach Randolph skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir New York og þeir Quentin Richardson og Eddy Curry skoruðu 19 hvor. Orlando hefur unnið fimm af sex leikjum sínum til þessa - þar af alla fjóra á útivelli. Yi og Yao brugðust ekki 200 milljónum landa sinna í nóttNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann sannfærandi útisigur á New Orleans 97-85 þar sem Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en Chris Paul 17 fyrir New Orleans. Detroit færði LA Clippers fyrsta tapið í vetur með 103-79 sigri á heimavelli, Chris Kaman skoraði 25 stig fyrir Clippers en Chauncey Billups 23 fyrir Detroit. Denver vann stórsigur á Washington á útivelli 118-92. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Caron Butler 21 fyrir Washington. Yao vann einvígi Kínverjanna Houston lagði Milwaukee heima 104-88 í leik sem um 200 milljónir Kínverja fylgdust með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Yao Ming brást ekki löndum sínum og skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst, en Michael Redd setti 26 stig fyrir gestina. Portland lagði Memphis 110-98 með 30 stigum og 10 fráköstum frá LeMarcus Aldridge og 22 stigum frá Brandon Roy. Rudy Gay skoraði 31 stig fyrir Memphis og Pau Gasol 19. Minnesota og Seattle án sigurs LA Lakers vann 107-93 sigur á Minnesota þ.ar sem Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers en Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota sem hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Cleveland vann nauman útisigur á Sacramento á útivelli 93-91 þar sem 26 stig frá LeBron James tryggðu Cleveland sigurinn. Kevin Martin skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Loks vann Utah nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Andrei Kirileniko varði skot nýliðans Kevin Durant í restina sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 22 af 27 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik og hirti auk þess 15 fráköst, Deron Williams skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar og Kirilenko skoraði 10 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Kevin Durant var stigahæstur hjá Seattle með 20 stig og nýliðinn Jeff Green 19, en þetta var sjötta tap Seattle í upphafi leiktíðar sem er metjöfnun hjá félaginu sem gæti verið á sínu síðasta tímabili í Seattle. NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik. Boston lagði Atlanta 106-83 á heimavelli þar sem Kevin Garnett fór hamförum með 27 stigum og 19 fráköstum fyrir Boston og Paul Pierce skoraði 23 stig. Al Horford og Joe Johnson skoruðu 16 stig hvor fyrir Atlanta. Toronto lagði Philadelphia á útivelli 105-103. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið en Andre Iguodala skoraði 26 stig fyrir Philadelphia. Charlotte lagði Indiana 96-87 þar sem Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor skoraði 25 stig og hirti 23 fráköst, en Jermaine O´Neal skoraði 18 stig fyrir Indiana. Nash frábær Phoenix lagði Miami á útivelli 106-101 þar sem Steve Nash fór hamförum í fjórða leikhluta og tryggði gestunum sigurinn með því að skora 11 stig í röð á lokasprettinum. Þetta var fimmta tap Miami í jafnmörgum leikjum á leiktíðinni. Nash skoraði 30 stig og gaf 8 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði 17 stig og jafnaði persónulegt met með 24 fráköstum. Shaquille O´Neal skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami, Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar, Ricky Davis skoraði 21 stig og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Orlando lagði New York 112-102. Jameer Nelson skoraði 24 stig fyrir Orlando, Dwight Howard 22 og hirti 20 fráköst og Hedo Turkoglu og Rashard Lewis skoruðu 21 stig hvor. Zach Randolph skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir New York og þeir Quentin Richardson og Eddy Curry skoruðu 19 hvor. Orlando hefur unnið fimm af sex leikjum sínum til þessa - þar af alla fjóra á útivelli. Yi og Yao brugðust ekki 200 milljónum landa sinna í nóttNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann sannfærandi útisigur á New Orleans 97-85 þar sem Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en Chris Paul 17 fyrir New Orleans. Detroit færði LA Clippers fyrsta tapið í vetur með 103-79 sigri á heimavelli, Chris Kaman skoraði 25 stig fyrir Clippers en Chauncey Billups 23 fyrir Detroit. Denver vann stórsigur á Washington á útivelli 118-92. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Caron Butler 21 fyrir Washington. Yao vann einvígi Kínverjanna Houston lagði Milwaukee heima 104-88 í leik sem um 200 milljónir Kínverja fylgdust með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Yao Ming brást ekki löndum sínum og skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst, en Michael Redd setti 26 stig fyrir gestina. Portland lagði Memphis 110-98 með 30 stigum og 10 fráköstum frá LeMarcus Aldridge og 22 stigum frá Brandon Roy. Rudy Gay skoraði 31 stig fyrir Memphis og Pau Gasol 19. Minnesota og Seattle án sigurs LA Lakers vann 107-93 sigur á Minnesota þ.ar sem Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers en Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota sem hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Cleveland vann nauman útisigur á Sacramento á útivelli 93-91 þar sem 26 stig frá LeBron James tryggðu Cleveland sigurinn. Kevin Martin skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Loks vann Utah nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Andrei Kirileniko varði skot nýliðans Kevin Durant í restina sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 22 af 27 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik og hirti auk þess 15 fráköst, Deron Williams skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar og Kirilenko skoraði 10 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Kevin Durant var stigahæstur hjá Seattle með 20 stig og nýliðinn Jeff Green 19, en þetta var sjötta tap Seattle í upphafi leiktíðar sem er metjöfnun hjá félaginu sem gæti verið á sínu síðasta tímabili í Seattle.
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira