Viðskipti erlent

Hækkanir á hlutabréfum í Evrópu

Kauphöllin í Frankfurt.
Kauphöllin í Frankfurt. MYND/AFP

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Bankar og olíufyrirtæki hafa hækkað mest í verði.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,9 prósent við opnun og hefur því alls hækkað um 4,7 prósent á þessu ári.

Sænski bankinn Nordea hækkaði um heil 11 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun og þá hækkuðu hlutabréf í þýska framleiðandanum BMW um 4 prósent. Hlutabréf í British Petrolium hækkuðu um 0,3 prósent og Royal Dutch Shell um 0,7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×