Körfubolti

Grindavíkurstúlkur lögðu Val

Elvar Geir Magnússon skrifar

Leikur Vals og Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna í kvöld endaði 56-66. Góður útisigur hjá Grindavíkurstúlkum sem eru komnar með tólf stig í þriðja sæti deildarinnar en þær hafa leikið leik meira en liðin fyrir ofan.

Tiffany Roberson skoraði tuttugu stig fyrir Grindavíkurliðið og tók að auki átján fráköst. Joanna Skiba var með fimmtán stig en Ólöf H. Pálsdóttir fjórtán.

Hjá Valsliðinu var Molly Peterman stigahæst. Hún skoraði 26 stig. Signý Hermannsdóttir var með níu stig og þá tók hún fjórtán fráköst.

Valur er með aðeins tvö stig líkt og Hamar og Fjölnir en þessi þrjú lið eru á botni deildarinnar. Tveir leikir fara fram á morgun í deildinni, Fjölnir tekur á móti Haukum og Hamar mætir KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×