Sport

Nadal í undanúrslit opna franska

Nadal fagnar sigrinum í dag
Nadal fagnar sigrinum í dag AFP
Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á landa sínum Carlos Moya í 8-manna úrslitum í dag. Nadal á titil að verja á mótinu og sigraði 6-4, 6-3 og 6-0. Hann mætir Novak Djokovic í næstu umferð. Sjónvarpsstöðin Eurosport er með beina útsendingu frá mótinu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×