Körfubolti

Rússland og Spánn í undanúrslit

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rússar eru komnir í undanúrslit.
Rússar eru komnir í undanúrslit.

Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta fóru fram í kvöld. Rússar eru komnir í undanúrslit á stórmóti í fyrsta sinn í tíu ár eftir sigur á Frakklandi. Þá komust heimamenn í Spáni áfram í undanúrslit með sigri á Þýskalandi.

Victor Khryapa átti stórleik fyrir Rússland sem vann 75-71 sigur. Hann skoraði sextán stig, tók sjö fráköst og átti sex stoðsendingar. Boris Diaw var stigahæstur í franska liðinu en hann skoraði sautján stig.

Jose Calderon skoraði sautján stig í öruggum 83-55 sigri Spánverja á Þjóðverjum.

Átta liða úrslitum lýkur á morgun þegar Litháen leikur gegn Króatíu og Slóvenía mætir Grikklandi.

Úrslit kvöldsins:

Rússland - Frakkland 75-71

Spánn - Þýskaland 83-55




Fleiri fréttir

Sjá meira


×