Handbolti

Hjörtur með sigurmark Fram í blálokin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson.

Framarar munu mæta Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins klukkan 16 í Laugardalshöll á morgun. Fram vann Stjörnuna 29-28 í undanúrslitum keppninnar í kvöld.

Leikurinn var æsispennandi en Hjörtur Hinriksson skoraði sigurmarkið í síðustu sókn leiksins. Hjörtur skoraði alls sex mörk í leiknum og var markahæstur Framara.

Heimir Örn Árnason skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og var markahæstur Garðbæinga en í hálfleik hafði Stjarnan tveggja mark forystu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×